Um okkur
Ráður sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við stjórnunarkerfi og stefnumótun. Helstu verkefni sem við tökum að okkur er að leiða fyrirtæki og stofnanir í gegnum innleiðingu á jafnlaunastaðli og uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar.
Stefna Ráðar er styðja við fyrirtæki sem hyggjast vera leiðandi í jafnréttismálum og taka þátt í þróun á fyrirtækjalausnum sem tryggja skilvirka starfrækslu jafnlaunakerfa til frambúðar

Anna Beta Gísladóttir
Anna Beta er með BS í umhverfis- og byggingarverkfræði og MS í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði við gagnagreiningu og ráðgjöf á meðan námi stóð og hlaut nemendaverðlaun Steinsteypufélags Íslands fyrir lokaverkefni í mastersnámi. Síðastliðin ár hefur hún starfað hjá verkfræði- og ráðgjafafyrirtækjum og sinnt margvíslegum verkefnum á sviði greininga, ráðgjafar og gagnaúrvinnslu. Anna Beta hefur lokið námskeiði á vegum velferðarráðuneytisins um vottun jafnlaunakerfa.

Gyða Björg Sigurðardóttir
Gyða Björg er með BS í rekstarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún byrjaði að kynna sér jafnlaunastaðalinn þegar hann var lagður fram sem frumvarp að staðli árið 2012, aðstoðaði fyrirtæki við uppsetningu á jafnlaunakerfi fyrir jafnlaunavottun VR árið 2013, fékk rannsóknarstyrk námsmanna fyrir verkefni um launagreiningar árið 2013, sat fyrstu námskeið Starfsmenntar um staðalinn og fékk Tækniþróunarsjóðsstyrkt til að þróa launagreiningahugbúnað árið 2014.