Um okkur

Ráður sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við stjórnunarkerfi og stefnumótun. Helstu verkefni sem við tökum að okkur er að leiða fyrirtæki og stofnanir í gegnum innleiðingu á jafnlaunastaðli og uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar. 

Stefna Ráðar er styðja við skipulagsheildir sem hyggjast vera leiðandi í jafnréttismálum og taka þátt í þróun á lausnum sem tryggja skilvirka starfrækslu jafnlaunakerfa til frambúðar

_DSC6356.jpg

Anna Beta Gísladóttir

Anna Beta er með BS í umhverfis- og byggingarverkfræði og MS í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði við gagnagreiningu og ráðgjöf á meðan námi stóð og hlaut nemendaverðlaun Steinsteypufélags Íslands fyrir lokaverkefni í mastersnámi. Síðastliðin ár hefur hún starfað hjá verkfræði- og ráðgjafafyrirtækjum og sinnt margvíslegum verkefnum á sviði greininga, ráðgjafar og gagnaúrvinnslu. Anna Beta hefur lokið námskeiði á vegum velferðarráðuneytisins um vottun jafnlaunakerfa.

_DSC6379.jpg

Gyða Björg Sigurðardóttir

Gyða Björg er með BS í rekstarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún byrjaði að kynna sér jafnlaunastaðalinn þegar hann var lagður fram sem frumvarp að staðli árið 2012, aðstoðaði fyrirtæki við uppsetningu á jafnlaunakerfi fyrir jafnlaunavottun VR árið 2013, fékk rannsóknarstyrk námsmanna fyrir verkefni um launagreiningar árið 2013, sat fyrstu námskeið Starfsmenntar um staðalinn og fékk Tækniþróunarsjóðsstyrkt til að þróa launagreiningahugbúnað árið 2014.

Samstarfsaðilar

Háskólinn í Reykjavík

Ráður hefur unnið fjölda nemendaverkefna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Á sviði tækni- og verkfræði, tölvunarfræði og viðskiptafræði. Háskólinn í Reykjavík styður við bakið á frumkvöðlum og leggur upp úr tengingu við atvinnulífið og það hefur sýnt sig í gegnum samstarfið.  

CCQ - gæðahandbók

CCQ er sérsniðin lausn til að uppfylla gæðakröfur. Í kerfinu eru kaflar jafnlaunastaðalsins aðgengilegir og hægt er að hengja verklagsreglur beint við þá kröfukafla sem við á. Ráður og Origo eru samstarfsaðilar um fræðslu og ráðgjöf fyrir jafnlaunastjórnun í CCQ kerfinu. 

 

Ágústa Hlín Gústafsdóttir

Ágústa Hlín er einn fremsti sérfærðingur landsins í mannauðs- og kjaramálum. Hún hefur víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, ráðningum, mannaflagreiningum, stofnanasamningum, stjórnendaráðgjöf og breytingastjórnun. 

Vöxtur og Ráður eru samstarfsaðilar fyrir heldræna nálgun á innleiðingu jafnlaunastaðals. 

Staðlaráð Íslands

Staðlaráð Íslands gefur út íslenska staðla og er vettvangur hagsmunaaðila til að vinna að stöðlun og notkun staðla á Íslandi. Ráðgjafar hjá Ráði sitja í tækninefnd við endurskoðun jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 og hafa einnig kennt námskeið tengd jafnlaunastaðli á vegum Staðlaráðs.