Hvað er til ráða?
Þjónusta í boði
Við hjá Ráði veitum heildræna ráðgjöf er varðar alla þætti Jafnlaunastaðals og jafnlaunavottunar.
Frá stefnumótun að úrbótum og allt þar á milli. Kynntu þér þá þjónustu sem við bjóðum upp á og ekki hika við að hafa samband ef einhverjar frekari spurningar vakna.

Núllgreining
Hvar eigum við að byrja?
Í upphafi innleiðingar á Jafnlaunastaði er mikilvægt að kortleggja núverandi stöðu innan fyrirtækisins og leggja niður vegvísi að settu markmiði. Við hjálpum fyrirtækjum að greina upphafsstöðu þeirra og meta þá vinnu sem framundan er svo jafnlaunavottun verði náð.

Innleiðing
Vísar veginn að vottun
Ráður vinnur náið með fyrirtækum við að setja upp jafnlaunakerfi sem uppfyllir allar kröfur Jafnlaunastaðals. Við leiðum fyrirtæki í gegnum innleiðingarferlið, hvort sem í því felst að gera jafnlaunastefnu, gerð nauðsynlega verkferla og umbætur.

Úttekt
Hvað má gera betur?
Við greinum ferla og rýnum í núverandi ástand. Við getum boðið fyrirtækjum upp á innri úttekt á jafnlaunakerfi sem verður grunnur að rýni stjórnenda. Þannig komum við auga á tækifæri til umbóta og undirbúum fyrirtækið fyrir vottunarúttekt.

Launagreining
Allir fá greitt fyrir sitt verðmæti
Með reglubundnum launagreiningum má bera kennsl á stöðu kynbundins launamunar innan fyrirtækisins.
Ráður útbýr launagreiningu sem tekur mið af launamyndunarkerfi hvers fyrirtækis. Framkvæmd launagreiningar felur í sér mat á störfum óháð persónu.

Fræðsla
Aukin vitund um jafnréttismál
Við getum sett saman fræðsluefni fyrir starfsfólk fyrirtækja um Jafnlaunastaðal og umfang innleiðingar. Efni sem auðveldar miðlun og eykur meðvitund um jafnréttismál.
Hægt er að sníða fræðslu sérstaklega að hverjum vinnustað.

Stjórnendaþjálfun
Hver á að nota jafnlaunakerfið?
Allir sem koma að launaákvörðunum innan fyrirtækja skulu hafa viðeigandi þjálfun í notkun á jafnlaunakerfi. Við setjum saman þær upplýsingar sem nauðsynlegt er að allir stjórnendur hafi um virkni og notkun á kerfinu.
Er eitthvað annað sem við gætum aðstoðað þitt fyrirtæki við?