Námskeið og þjálfun í innri úttektum

Ráður býður nú upp á námskeið í innri úttektum á jafnlaunakerfum. Námskeiðið er hugsað fyrir starfsmenn sem fyrirtæki eða stofnanir vilja þjálfa sem innri úttektaraðila sem hluti af virkri starfsrækslu jafnlaunakerfa. Námskeiðið fer fram með þeim hætti að ráðgjafi mætir á vinnustað með sérsniðið efni, í formi fyrirlestra og sýnidæma, þar sem farið er yfir:


· Fræðslu um meginferli jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 (1-2 klst)

· Fræðslu um innri úttektir gæðastjórnunarkerfa (1-2 klst)

· Aðstoð við uppsetningu og framkvæmd innri úttektar á jafnlaunakerfi (2 klst)


Ráðgjafar hjá Ráði hafa staðið að fjölbreyttu námskeiðahaldi í tengslum við jafnlaunstaðal, m.a. hjá Opna Háskólanum, Endurmenntun Háskóla Íslands og hjá Staðlaráði Íslands.

50 views

Recent Posts

See All

Tilkynning vegna Covid-19

Við hjá Ráði höfum í ljósi nýliðinna atburða og aðgerða stjórnvalda í tengslum við kórónuveiruna tekið þá ákvörðun að fella niður fundi á starfsstöðvum viðskiptavina frá og með mánudeginum 16. mars næ

Er tímafresturinn liðinn?

Í tilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér í upphafi árs kemur fram að einungis um helmingur þeirra fyrirtækja og stofnana sem eigi að vera komin í gegnum vottunarferlið séu búin að hljóta jaf

  • Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

+345 6915701

+354 6973967

Ráður 2 ehf

kt. 490418-0830

Síðumúla 33, 108 Reykjavík

©2018 BY RÁÐUR