Algengar spurningar


Þarf ráðgjafa til að innleiða staðal?

Engum er skylt að kaupa utanaðkomandi ráðgjöf við innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Hins vegar er það skylda æðstu stjórnenda að leggja til þær auðlindir sem nauðsynlegar eru til að innleiða og starfrækja jafnlaunakerfi.  Getur það oft reynst farsælt að fá aðstoð sérfræðinga við að þjálfa upp starfsfólk og leiða innleiðingarferlið. En stuðningurinn og skuldbindingin þarf að berast frá æðstu stjórnendum og nauðsynlegt er þjálfa starfsfólk fyrirtækisins í að starfrækja kerfið.Hvað tekur innleiðing langan tíma?

Þessi spurning er mjög algeng, sem og hvað kostar það mikið. Svarið við þeim báðum er: það fer algjörlega eftir því hversu mikil vinna er fyrir höndum. Það fer eftir því hversu faglega er staðið að umgjörð og skjalfestingu ferla, uppfærslu á starfslýsingum og kortlagningu á launaákvörðunum. Stutt svar er, það tekur á bilinu 3 mánuði upp í 3 ár, en gott er að miða við ár í innleiðinguna sjálfa.Hvernig á ég að finna tíma fyrir þetta verkefni ofan á öll hin sem ég hef nú þegar?

Rekstur er flókinn og margþættur og það er alltaf nóg að gera hjá öllum. Það þarf að gera ráð fyrir því að innleiðing taki tíma og taka frá tíma í dagatalinu. Það hjálpar að hafa skýran ramma fyrir innleiðingu og þá er tilvalið að geta leitað til fagaðila sem þekkja ferlið vel. Góður ráðgjafi getur sparað þér tíma. Ráðgjafi einn og sér dugar þó ekki og því er mikilvægt að þetta sé verkefni sem liggi ekki á herðum eins aðila, aðila sem jafnvel er með of mikið á sinni könnu fyrir.

Við mælum með því að innleiðingarteymi vinni jafnt og þétt að innleiðingu og að verkskipting sé skýr. Jafnréttismál þurfa á athygli okkar að halda og því er best að nýta tækifærið og gera þetta almennilega.


Hvað er Jafnlaunastaðall?

"Jafnlaunastaðall gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér og afla sér eftir atvikum vottunar um að konur og karlar sem þar starfa njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. " - Tekið af vef Staðlaráðs Íslands

En þetta er sem sagt stjórnunarstaðall til að tryggja að fyrirtæki og stofnanir uppfylli 19. grein jafnréttislaga um launajafnrétti.Hver þarf að innleiða Jafnlaunastaðal?

Öll íslensk fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn þurfa að innleiða Jafnlaunastaðal samkvæmt uppfærðum jafnréttislögum sem tóku gildi 1. janúar 2018. 

Með innleiðingu Jafnlaunastaðals er verið að tryggja að fyrirtæki og stofnanir uppfylli 19. grein jafnréttislaga sem hljómar svona :

Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. 

Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. 

156 views0 comments

Recent Posts

See All

Í upphafi nýs árs

Við hjá Ráði viljum þakka viðskiptavinum, og öðrum samstarfsaðilum, fyrir ánægjuleg kynni á árinu sem leið. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður var árið 2020 lærdómsríkt og hafa samskiptin á Teams, og öðrum

Tilkynning vegna Covid-19

Við hjá Ráði höfum í ljósi nýliðinna atburða og aðgerða stjórnvalda í tengslum við kórónuveiruna tekið þá ákvörðun að fella niður fundi á starfsstöðvum viðskiptavina frá og með mánudeginum 16. mars næ

Er tímafresturinn liðinn?

Í tilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér í upphafi árs kemur fram að einungis um helmingur þeirra fyrirtækja og stofnana sem eigi að vera komin í gegnum vottunarferlið séu búin að hljóta jaf