Fyrstu skref í innleiðingu
Núllgreining
Til að hefja ferli við innleiðingu á Jafnlaunastaðli er mikilvægt að kortleggja núverandi stöðu og leggja niður vegvísi að settu markmiði. Við hjálpum fyrirtækjum að meta núverandi stöðu og greina þá vinnu sem framundan er.
Upphafsgreining
Ítarleg úttekt á upphafsstöðu. Hvar liggja styrkleikar og hvar er hægt að gera betur?
Umfang
Skilgreining á verkþáttum og ábyrgðaraðilum. Mat á umfangi hvers verkþáttar út frá upphafsstöðu.
Áætlun
Ítarlega og tímasett áætlun fyrir innleiðingu og vottun. Skilgreindar vörður og afurðir fyrir hvern verkþátt.