Lausnir

Þróun fyrirtækjalausna fyrir jafnlaunakerfi

Árið 2015 hlaut verkefni um launagreiningahugbúnað Frumherjastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Lagt var upp með að þróa aðferð fyrir fyrirtæki til að geta framkvæmt launagreiningar og haldið utan um starfaflokkun inn í einu kerfi. Ráðgjafar Ráðar taka þátt í áframhaldandi þróun á hugbúnaðarlausn varðandi innleiðingu á Jafnlaunastaðli.

Launaráður

Launaráður er hugbúnaðarlausn sem heldur utan um launagreiningar sem byggja á starfaflokkun fyrirtækja. Birtir niðurstöður aðhvarfsgreininga og heldur utan um þá mælikvarða sem eru hluti af jafnlaunamarkmiðum sem hvert fyrirtæki setur sér. 
Eins og staðan er erum við að bjóða fyrstu viðskiptavinum upp á að vera partur af rýnihópi til að prófa þessa lausn.