Ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðli

Í upphafi nýs árs

Við hjá Ráði viljum þakka viðskiptavinum, og öðrum samstarfsaðilum, fyrir ánægjuleg kynni á árinu sem leið. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður...

Tilkynning vegna Covid-19

Við hjá Ráði höfum í ljósi nýliðinna atburða og aðgerða stjórnvalda í tengslum við kórónuveiruna tekið þá ákvörðun að fella niður fundi á...

Er tímafresturinn liðinn?

Í tilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér í upphafi árs kemur fram að einungis um helmingur þeirra fyrirtækja og stofnana sem...
Ráður gult.png

Ráðgjöf

Við hjá Ráði veitum fyrirtækinu þínu heildræna ráðgjöf er varðar alla þætti jafnlaunastaðals og jafnlaunavottunar, allt frá stefnumótun að úrbótum.

Ráður gult.png

Greiningar

Ráður sérhæfir sig í greiningu á launagögnum og veitir sértækar greiningar fyrir stefnumótun og innleiðingu jafnréttismarkmiða. Ráður framkvæmir launagreiningar fyrir jafnlaunavottun og útbýr ákvarðanalíkön fyrir launaákvarðanir. 

logo.jpg

Viðskiptavinir

Viðskiptavinir Ráðar eru hjarta starfseminnar og við leggjum okkur fram við að mæta þörfum hvers og eins

companyIcon.png
WOW_logo_RGB.jpg
festi-logonytt.png
atvr_logo_litid.png
Air_Atlanta_Icelandic_Logo.svg.png
fs texti t.h.jpg
barnaverndarstofa_-_logo_-_hlið.png

Algengar spurningar

Hvað er jafnlaunastaðall?

"Jafnlaunastaðall gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér og afla sér eftir atvikum vottunar um að konur og karlar sem þar starfa njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. " - Tekið af vef Staðlaráðs Íslands

En þetta er sem sagt stjórnunarstaðall til að tryggja að fyrirtæki og stofnanir uppfylli 19. grein jafnréttislaga um launajafnrétti.

Hver þarf að innleiða jafnlaunastaðal?

Öll íslensk fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn þurfa að innleiða jafnlaunastaðal samkvæmt uppfærðum jafnréttislögum sem taka gildi 1. janúar 2018. 

Með innleiðingu jafnlaunastaðals er verið að tryggja að fyrirtæki og stofnanir uppfylli 19. grein jafnréttislaga sem hljómar svona :

  • Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. 

  • Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.